FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 09:30 Leikmenn FH höfðu greinilega mjög gaman að því að æfa á grasi í gær enda ennþá bara febrúar. @fhingar FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll. Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Besta deild karla FH Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Á meðan hin liðin á Íslandi eru að æfa á gervigrasvöllum þá birti FH myndir af leikmönnum sínum að æfa á grasvelli í gær. Ástæðan liggur í nýja hybrid-grasinu sem FH-ingar settu á æfingasvæðið sitt í Kaplakrika. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi en grasið var fyrst lagt fyrir haustið 2023. Það fór fyrst á æfingavöllinn en FH-ingar hafa einnig talað um það að setja það í framtíðinni á aðalvöll FH. Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en fimm prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. Það var alveg fagurgrænt þegar meistaraflokks menn FH æfðu þar í gær. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum, í viðtali við Vísi síðasta haust. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón í fyrrnefndi viðtali. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH á grasinu í gær. Það fylgir reyndar að sögunni að það fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gær og stuttu seinna var allt orðið hvítt. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar)
Besta deild karla FH Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira