Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir á EM 2022, síðast þegar Ísland mætti Frakklandi en þá gerðu liðin 1-1 jafntefli. vísir/Vilhelm Þjálfari Frakklands nefndi Sveindísi Jane Jónsdóttur sérstaklega þegar hann ræddi um mótherjana fyrir slag Frakklands og Íslands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:10 að íslenskum tíma og fer fram í Le Mans. Borgin er hvað þekktust fyrir akstursíþróttir og hafa Frakkarnir leikið sér með þá staðreynd í aðdraganda leiksins mikilvæga í kvöld. 𝘽𝙞𝙚𝙣 𝙣𝙚́𝙜𝙤𝙘𝙞𝙚𝙧 𝙡𝙚 𝙫𝙞𝙧𝙖𝙜𝙚 𝙄𝙨𝙡𝙖𝙣𝙙𝙖𝙞𝙨 🏎️🇮🇸France-Islande c’est ce soir au Mans 🏁Coup d’envoi à 21h10 sur @W9 📺#FiersdetreBleues pic.twitter.com/J6nIJWlzR1— Equipe de France Féminine (@equipedefranceF) February 25, 2025 Ísland er með eitt stig eftir markalausa jafnteflið við Sviss ytra á föstudaginn en Frakkland vann þá 1-0 heimasigur gegn Noregi. Liðin fjögur leika í riðli 2 í A-deild. Þessi leiktíð í Þjóðadeildinni er gríðarlega mikilvæg varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn, árið 2027. Ef liðið forðast fall (neðsta lið riðilsins fellur beint í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild) eykur það verulega líkurnar á að komast á HM. Það er vegna þess að leiðin í gegnum HM-umspil á næsta ári gæti þá orðið við lægra skrifaðar þjóðir úr B- og C-deild. Laurent Bonadei er í sinni fyrstu keppni sem aðalþjálfari Frakklands.Getty/Sylvain Dionisio Laurent Bonadei, sem tók við sem aðalþjálfari Frakka síðasta haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður Hervé Renard, býst við snúnum leik gegn Íslandi í kvöld. Franska liðið er í 11. sæti heimslistans, aðeins þremur sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta verður líkamlegur leikur við lið sem er þétt fyrir og gefur fá færi á sér. Þær voru að gera jafntefli við Sviss og spila núna annan útileik. Eflaust vilja þær reyna að bæta við stigafjöldann, án þess að fá á sig mark, áður en þær spila svo þrjá heimaleiki í síðustu fjórum leikjum sínum,“ sagði Bonadei. „Þær eru góðar í að snúa vörn í sókn og munu horfa til skyndisókna. Sveindís Jónsdóttir er ein á toppnum. Hún verst lítið en er alltaf vakandi fyrir tækifærum til að nýta hraða sinn. En þær munu þurfa að taka áhættur,“ sagði Bonadei á blaðamannafundi í gær. Wendie Renard er klár í slaginn í kvöld. Hér er hún í baráttu við Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti.Getty/Marcio Machado Bonadei segir að allir leikmenn franska liðsins séu klárir í slaginn, þar á meðal miðvörðurinn frábæri Wendie Renard sem missti af leiknum við Noreg vegna meiðsla. Vegna þess hve stutt er á milli leikja segir þjálfarinn ljóst að breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu. Ísland hefur einu sinni fagnað sigri gegn Frakklandi, í tólf leikjum, en það var 1-0 sigurinn eftirminnilegi á Laugardalsvelli sumarið 2007, í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM í Englandi árið 2022, þar sem Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin af vítapunktinum í blálokin, í 1-1 jafntefli sem þó dugði Íslandi ekki til að komast upp úr sínum riðli. Leikur Frakklands og Íslands í kvöld hefst klukkan 20:10 og verður í beinni textalýsingu á Vísi en leikurinn er sýndur á RÚV 2. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30 Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:10 að íslenskum tíma og fer fram í Le Mans. Borgin er hvað þekktust fyrir akstursíþróttir og hafa Frakkarnir leikið sér með þá staðreynd í aðdraganda leiksins mikilvæga í kvöld. 𝘽𝙞𝙚𝙣 𝙣𝙚́𝙜𝙤𝙘𝙞𝙚𝙧 𝙡𝙚 𝙫𝙞𝙧𝙖𝙜𝙚 𝙄𝙨𝙡𝙖𝙣𝙙𝙖𝙞𝙨 🏎️🇮🇸France-Islande c’est ce soir au Mans 🏁Coup d’envoi à 21h10 sur @W9 📺#FiersdetreBleues pic.twitter.com/J6nIJWlzR1— Equipe de France Féminine (@equipedefranceF) February 25, 2025 Ísland er með eitt stig eftir markalausa jafnteflið við Sviss ytra á föstudaginn en Frakkland vann þá 1-0 heimasigur gegn Noregi. Liðin fjögur leika í riðli 2 í A-deild. Þessi leiktíð í Þjóðadeildinni er gríðarlega mikilvæg varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn, árið 2027. Ef liðið forðast fall (neðsta lið riðilsins fellur beint í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild) eykur það verulega líkurnar á að komast á HM. Það er vegna þess að leiðin í gegnum HM-umspil á næsta ári gæti þá orðið við lægra skrifaðar þjóðir úr B- og C-deild. Laurent Bonadei er í sinni fyrstu keppni sem aðalþjálfari Frakklands.Getty/Sylvain Dionisio Laurent Bonadei, sem tók við sem aðalþjálfari Frakka síðasta haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður Hervé Renard, býst við snúnum leik gegn Íslandi í kvöld. Franska liðið er í 11. sæti heimslistans, aðeins þremur sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta verður líkamlegur leikur við lið sem er þétt fyrir og gefur fá færi á sér. Þær voru að gera jafntefli við Sviss og spila núna annan útileik. Eflaust vilja þær reyna að bæta við stigafjöldann, án þess að fá á sig mark, áður en þær spila svo þrjá heimaleiki í síðustu fjórum leikjum sínum,“ sagði Bonadei. „Þær eru góðar í að snúa vörn í sókn og munu horfa til skyndisókna. Sveindís Jónsdóttir er ein á toppnum. Hún verst lítið en er alltaf vakandi fyrir tækifærum til að nýta hraða sinn. En þær munu þurfa að taka áhættur,“ sagði Bonadei á blaðamannafundi í gær. Wendie Renard er klár í slaginn í kvöld. Hér er hún í baráttu við Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti.Getty/Marcio Machado Bonadei segir að allir leikmenn franska liðsins séu klárir í slaginn, þar á meðal miðvörðurinn frábæri Wendie Renard sem missti af leiknum við Noreg vegna meiðsla. Vegna þess hve stutt er á milli leikja segir þjálfarinn ljóst að breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu. Ísland hefur einu sinni fagnað sigri gegn Frakklandi, í tólf leikjum, en það var 1-0 sigurinn eftirminnilegi á Laugardalsvelli sumarið 2007, í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM í Englandi árið 2022, þar sem Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin af vítapunktinum í blálokin, í 1-1 jafntefli sem þó dugði Íslandi ekki til að komast upp úr sínum riðli. Leikur Frakklands og Íslands í kvöld hefst klukkan 20:10 og verður í beinni textalýsingu á Vísi en leikurinn er sýndur á RÚV 2.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30 Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30
Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti