„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 10:13 Sigríður Dögg, formaður BÍ, segir orðræðu Ingu Sæland í garð Morgunblaðsins komna út yfir allan þjófabálk. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta. „Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27