Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fórnar höndum í landsleiknum gegn Sviss á föstudaginn. Hún hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg í vetur. EPA-EFE/TIL BUERGY Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira