Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 10:30 Ángel Di María með heimsbikarinn í höndunum og Lionel Messi sér við hlið eftir að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng. Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María. Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María.
Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira