„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2025 23:28 Inga Sæland vandaði Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í ræðu sinni á landsfundi í dag. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. „Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira