Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 17:01 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. „Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira