„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2025 14:43 Íris Björk Eysteinsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla. Vísir Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira