Lífið

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tónleikar Bryans Adams fara fram í Eldborg Hörpu þann 21. apríl.
Tónleikar Bryans Adams fara fram í Eldborg Hörpu þann 21. apríl. Getty

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Tónleikar hans munu fara fram í Eldborg Hörpu þann 21. apríl næstkomandi.

Ekki er búið að segja til um hvort Adams hyggist halda aukatónleika eða ekki.

Bryan Adams, sem er hvað þekktastur fyrir Summer of 69 og (Everything I Do) I Do It for You, hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1991 og í Eldborgarsal Hörpu árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.