Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Jón Pétur segir Heiðu Björgu hafa blokkað sig á Facebook. Vísir/Samsett Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29