Innlent

Allt til­tækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Góður eldvarnabúnaður varnaði því að verr fór á Fabrikkunni.
Góður eldvarnabúnaður varnaði því að verr fór á Fabrikkunni. Hamborgarafabrikkan

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í nótt á þriðja tímanum þegar eldur kom upp í veitingastaðnum Hamborgarafabrikkunni, sem staðsettur er á Höfðatorgi við Katrínartún.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði kviknað í tækjabúnaði í eldhúsi staðarins en eldhúsið er útbúið sjálfvirku slökkvikerfi sem sá um að slökkva eldinn áður en mikið tjón hlaust af. 

Það var því aðallega töluverður reykur sem mætti slökkviliðsmönnunum þegar þá bar að garði og þurfti að ræsta húsnæðið og þurrka upp vatn á gólfum. 

Varðstjórinn segir ljóst að búnaðurinn í eldhúsinu hafi komið í veg fyrir mikið tjón og að mun verr hefði getað farið, enda er Hamborgarafabrikkan staðsett á jarðhæðinni á einu hæsta húsi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×