„Verður að skýrast í þessari viku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:01 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira