Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir gamaldagskreddutal hafa orðið til þess að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira