Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 15:53 Eggert Aron Guðmundsson er orðinn leikmaður Brann og er samningur hans til ársins 2028. brann.no Eggert Aron Guðmundsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður norska knattspyrnufélagsins Brann og hann mun því leika undir stjórn Freys Alexanderssonar. Samningur hans við Brann gildir til 2028. Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.
Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira