Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 11:31 Miguel Martins er ánægður með að vera laus úr banni sem hann hefði aldrei átt að lenda í. Getty/Christian Charisius Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst. Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið. HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið.
HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira