Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Bjarki Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. febrúar 2025 16:45 Hópur fundarmanna sem beið enn í röð þegar fundurinn var um það bil að klárast. Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll. Hverfisfundir hafa verið haldnir úti um alla borg og raunar allt land undanfarna daga þar sem úthlutun á sætum á landsfundi eru aðalhitamálið, þ.e. hver fær að fara og hver ekki. Í dag rennur fresturinn út til að skila inn lista yfir fundargesti. Vísir fjallaði um raunir eldri Sjálfstæðismanns í vikunni sem þótti að sér vegið þegar hann fékk ekki sæti á landsfundinum á fundi sjálfstæðisfólks í Fossvogi í Reykjavík. Þótti honum stuðningsfólk Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hafa gengið hart fram við smölun á fundinn og blöskraði. Segja má að dæmið hafi að einhverju leyti snúist við í Valhöll í dag, í það minnsta varðandi niðurstöðu fundarins. Þar hélt Heimdallur fund sinn þar sem Júlíus Viggó Ólafsson er formaður. Júlíus Viggó er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur og hélt raunar ræðu á framboðsfundi hennar í Kópavogi á dögunum. Tímasetning fundarins í dag vakti athygli, klukkan tvö á föstudegi, en flestir hverfisfundirnir fara fram að loknum vinnudegi, síðdegis eða að kvöldi. Fréttamaður Stöðvar 2 fékk veður að fjölmennt yrði á fundinum, fólk ótengt starfi Sjálfstæðisflokksins væri hvatt til að mæta og fylgdist með fólki streyma að á öðrum tímanum. Athygli vakti að formaður Heimdallar ákvað að hefja fundinn rétt rúmlega tvö þótt enn væri fólk að streyma að. Alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, var meðal þeirra sem sótti fundinn, hitafund eins og hún lýsir honum. Hún gerir alvarlegar athugasemdir hvernig staðið var að málum á fundinum. Fjöldi fólks hafi mætt tímanlega en skráning inn á fundinn gengið löturhægt. Birta Karen Tryggvadóttir var á meðal fundargesta. „Ég geri verulegar athugasemdir við fundarstjórnina á þessum fundi,“ segir Birta Karen en Albert Guðmundsson formaður Varðar stýrði fundinum. Albert hefur verið ötull stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í gegnum árin en borið hefur á því að stuðningsfólk Guðlaugs Þórs hafi fylkt sér á bak við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í aðdraganda landsfundar. Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs, var meðal gesta á framboðsfundi hennar og Albert sömuleiðis og fleiri stjórnarmenn í Heimdalli. Birta segir athugavert að innritun hafi gengið hægt og skrítið að virða það ekki. Þá segir hún mjög sérstakt að mælendaskrá hafi ekki verið virt. Þannig hafi hún beðið með hönd upprétta eftir að tjá sig en ekki fengið. „Það er sérstakt að fólk fékk ekki að koma inn á fundinn. Það er líka sérstakt að fólk fékk ekki að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðning stjórnar fyrir valinu á landsfundarfulltrúum,“ segir Birta. Tillaga stjórnar Heimdallar var borin upp og tillagan samþykkt með nokkuð afgerandi meirihluta á hitafundinum. „Það er oft þannig að stuðningsmenn eru heitari en frambjóðendur sjálfir,“ segir Birta. Sjálf þarf hún ekki að hafa áhyggjur af sæti á landsfundinum en hún á sæti víst vegna starfa sinna í atvinnuveganefnd flokksins. Hennar sæti var því ekki að veði. Aðspurð hvort fólkið sem ekki komst á fundinn hafi verið virkt fólk í Sjálfstæðisflokknum eða fólk sem var smalað á fundinn á síðustu stundu segir hún það líklega hafa verið í bland. Trúnaðarfólk í flokknum hafi verið þeirra á meðal en svo aðrir sem hún hafi ekki þekkt enda þekki hún ekki alla í flokknum. Á myndinni efst í fréttinni má meðal annars sjá Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, sem á þó sæti á fundinum víst. Fyrrverandi formaður klökkur Elsa Valsdóttir, skurðlæknir og fyrrverandi formaður Heimdallar, segist í færslu á Facebook næstum því fá kökk í hálsinn að fylgjast með fundinum hjá Heimdalli í dag. „Í þessum skrifuðu orðum stendur yfir fundur hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hundruð ungmenna fylla Valhöll og velja sína fulltrúa á landsfund. Sem fyrrum formaður Heimdallar fæ ég næstum kökk í hálsinn að sjá allt þetta unga, flotta fólk fylkja sér um sjálfstæðisstefnuna.“ Það sé viðbúið að ekki allir fái sæti á landsfundinum. Landsfundarsæti séu takmörkuð auðlind og viðbúið að einhverjir verði ósáttir. Elsa Valsdóttir, skurðlæknir og sjósundskona, er fyrrverandi formaður Heimdallar.stöð 2 „Hafa stjórnarmenn og aðrir virkir Heimdellingar hvatt félagsmenn til að mæta á fundinn? Að sjálfsögðu! Þetta er lýðræði í sinni tærustu mynd, félagafrelsi og allir hafa rödd þó vissulega heyrist þær mishátt.“ Þreytt á smölunartali Þá vekur Elsa athygli á því að fréttamaður Stöðvar hafi verið á svæðinu en það upplýsist hér að fjallað verður um fundinn í Valhöll og komandi formannskosningar í kvöldfréttum klukkan 18:30. Elsa hefur áhyggjur af því að hennar sjónarhorn fái ekki pláss í fréttinni. „Líklegar verður talað um „smölun“, „fylkingar“, „flokkseigendur“ og látið að því liggja að kosningar innan félaga og flokka sé á einhvern hátt af hinu illa. Það er myndin af Sjálfstæðisflokknum sem haldið er að fólki þó ekkert sé fjær lagi. Við tökumst vissulega á um bæði menn og málefni en sameinumst svo um okkar grundvallarstefnu einstaklingsfrelsis og jafnréttis.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll eftir tvær vikur og óhætt að segja að spennan sé mikil meðal flokksmanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að fundurinn hefði hafist á slaginu klukkan tvö en það var rétt rúmlega tvö. Skjáskot af skilaboðum voru fjarlægð úr fréttinni á meðan gengið er úr skugga um áreiðanleika þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Hverfisfundir hafa verið haldnir úti um alla borg og raunar allt land undanfarna daga þar sem úthlutun á sætum á landsfundi eru aðalhitamálið, þ.e. hver fær að fara og hver ekki. Í dag rennur fresturinn út til að skila inn lista yfir fundargesti. Vísir fjallaði um raunir eldri Sjálfstæðismanns í vikunni sem þótti að sér vegið þegar hann fékk ekki sæti á landsfundinum á fundi sjálfstæðisfólks í Fossvogi í Reykjavík. Þótti honum stuðningsfólk Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hafa gengið hart fram við smölun á fundinn og blöskraði. Segja má að dæmið hafi að einhverju leyti snúist við í Valhöll í dag, í það minnsta varðandi niðurstöðu fundarins. Þar hélt Heimdallur fund sinn þar sem Júlíus Viggó Ólafsson er formaður. Júlíus Viggó er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur og hélt raunar ræðu á framboðsfundi hennar í Kópavogi á dögunum. Tímasetning fundarins í dag vakti athygli, klukkan tvö á föstudegi, en flestir hverfisfundirnir fara fram að loknum vinnudegi, síðdegis eða að kvöldi. Fréttamaður Stöðvar 2 fékk veður að fjölmennt yrði á fundinum, fólk ótengt starfi Sjálfstæðisflokksins væri hvatt til að mæta og fylgdist með fólki streyma að á öðrum tímanum. Athygli vakti að formaður Heimdallar ákvað að hefja fundinn rétt rúmlega tvö þótt enn væri fólk að streyma að. Alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, var meðal þeirra sem sótti fundinn, hitafund eins og hún lýsir honum. Hún gerir alvarlegar athugasemdir hvernig staðið var að málum á fundinum. Fjöldi fólks hafi mætt tímanlega en skráning inn á fundinn gengið löturhægt. Birta Karen Tryggvadóttir var á meðal fundargesta. „Ég geri verulegar athugasemdir við fundarstjórnina á þessum fundi,“ segir Birta Karen en Albert Guðmundsson formaður Varðar stýrði fundinum. Albert hefur verið ötull stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í gegnum árin en borið hefur á því að stuðningsfólk Guðlaugs Þórs hafi fylkt sér á bak við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í aðdraganda landsfundar. Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs, var meðal gesta á framboðsfundi hennar og Albert sömuleiðis og fleiri stjórnarmenn í Heimdalli. Birta segir athugavert að innritun hafi gengið hægt og skrítið að virða það ekki. Þá segir hún mjög sérstakt að mælendaskrá hafi ekki verið virt. Þannig hafi hún beðið með hönd upprétta eftir að tjá sig en ekki fengið. „Það er sérstakt að fólk fékk ekki að koma inn á fundinn. Það er líka sérstakt að fólk fékk ekki að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðning stjórnar fyrir valinu á landsfundarfulltrúum,“ segir Birta. Tillaga stjórnar Heimdallar var borin upp og tillagan samþykkt með nokkuð afgerandi meirihluta á hitafundinum. „Það er oft þannig að stuðningsmenn eru heitari en frambjóðendur sjálfir,“ segir Birta. Sjálf þarf hún ekki að hafa áhyggjur af sæti á landsfundinum en hún á sæti víst vegna starfa sinna í atvinnuveganefnd flokksins. Hennar sæti var því ekki að veði. Aðspurð hvort fólkið sem ekki komst á fundinn hafi verið virkt fólk í Sjálfstæðisflokknum eða fólk sem var smalað á fundinn á síðustu stundu segir hún það líklega hafa verið í bland. Trúnaðarfólk í flokknum hafi verið þeirra á meðal en svo aðrir sem hún hafi ekki þekkt enda þekki hún ekki alla í flokknum. Á myndinni efst í fréttinni má meðal annars sjá Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, sem á þó sæti á fundinum víst. Fyrrverandi formaður klökkur Elsa Valsdóttir, skurðlæknir og fyrrverandi formaður Heimdallar, segist í færslu á Facebook næstum því fá kökk í hálsinn að fylgjast með fundinum hjá Heimdalli í dag. „Í þessum skrifuðu orðum stendur yfir fundur hjá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hundruð ungmenna fylla Valhöll og velja sína fulltrúa á landsfund. Sem fyrrum formaður Heimdallar fæ ég næstum kökk í hálsinn að sjá allt þetta unga, flotta fólk fylkja sér um sjálfstæðisstefnuna.“ Það sé viðbúið að ekki allir fái sæti á landsfundinum. Landsfundarsæti séu takmörkuð auðlind og viðbúið að einhverjir verði ósáttir. Elsa Valsdóttir, skurðlæknir og sjósundskona, er fyrrverandi formaður Heimdallar.stöð 2 „Hafa stjórnarmenn og aðrir virkir Heimdellingar hvatt félagsmenn til að mæta á fundinn? Að sjálfsögðu! Þetta er lýðræði í sinni tærustu mynd, félagafrelsi og allir hafa rödd þó vissulega heyrist þær mishátt.“ Þreytt á smölunartali Þá vekur Elsa athygli á því að fréttamaður Stöðvar hafi verið á svæðinu en það upplýsist hér að fjallað verður um fundinn í Valhöll og komandi formannskosningar í kvöldfréttum klukkan 18:30. Elsa hefur áhyggjur af því að hennar sjónarhorn fái ekki pláss í fréttinni. „Líklegar verður talað um „smölun“, „fylkingar“, „flokkseigendur“ og látið að því liggja að kosningar innan félaga og flokka sé á einhvern hátt af hinu illa. Það er myndin af Sjálfstæðisflokknum sem haldið er að fólki þó ekkert sé fjær lagi. Við tökumst vissulega á um bæði menn og málefni en sameinumst svo um okkar grundvallarstefnu einstaklingsfrelsis og jafnréttis.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll eftir tvær vikur og óhætt að segja að spennan sé mikil meðal flokksmanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að fundurinn hefði hafist á slaginu klukkan tvö en það var rétt rúmlega tvö. Skjáskot af skilaboðum voru fjarlægð úr fréttinni á meðan gengið er úr skugga um áreiðanleika þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira