Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endurgreiddir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2025 08:36 Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki. Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar, þeirra á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Í könnun Maskínu segir að 51 prósent svarenda finnist að flokkarnir eigi að endurgreiða. Þá vilja 20 prósent að flokkarnir endurgreiði þá ekki, og 28 prósentum finnst það ekki skipta máli. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar, en svarendur voru 975 talsins. 762 tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur voru jafnframt spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa til Alþingis í dag, og þau svör skoðuð í samhengi við þetta styrkjamál. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins virðast harðastir á þeirri skoðun að endurgreiða eigi styrkina. 73 prósent Sjálfstæðismanna vilja að þeir verði endurgreiddir og 71 prósent Miðflokksmanna. Hins vegar var hlutfallið minnst hjá kjósendum Flokks fólksins, Pírötum og Vinstri grænum. Hjá Flokki fólksins og Pírötum sögðust 25 prósent vilja að flokkarnir myndu endurgreiða, en 27 prósent hjá VG. Hjá öðrum flokkum var hlutfallið á milli 37 prósent og 58 prósent. Skoðanakannanir Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar, þeirra á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Í könnun Maskínu segir að 51 prósent svarenda finnist að flokkarnir eigi að endurgreiða. Þá vilja 20 prósent að flokkarnir endurgreiði þá ekki, og 28 prósentum finnst það ekki skipta máli. Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar, en svarendur voru 975 talsins. 762 tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur voru jafnframt spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa til Alþingis í dag, og þau svör skoðuð í samhengi við þetta styrkjamál. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins virðast harðastir á þeirri skoðun að endurgreiða eigi styrkina. 73 prósent Sjálfstæðismanna vilja að þeir verði endurgreiddir og 71 prósent Miðflokksmanna. Hins vegar var hlutfallið minnst hjá kjósendum Flokks fólksins, Pírötum og Vinstri grænum. Hjá Flokki fólksins og Pírötum sögðust 25 prósent vilja að flokkarnir myndu endurgreiða, en 27 prósent hjá VG. Hjá öðrum flokkum var hlutfallið á milli 37 prósent og 58 prósent.
Skoðanakannanir Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira