Fótbolti

Ás­laug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir verður með í landsleikjunum seinna í þessum mánuði.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir verður með í landsleikjunum seinna í þessum mánuði. KSÍ

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.

Áslaug Munda var ekki valin í hópinn fyrir leikina á móti Sviss og Frakklandi en KSÍ segir frá breytingu á landsliðshópnum.

Framherjinn Diljá Ýr Zomers getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði frá því að blaðamannafundinum þegar hann kynnti hópinn að hann ætlaði að gefa Áslaugu Mundu frí í þessu verkefni. Hann hefur hætt við það eftir fréttirnar frá Belgíu þar sem Diljá hefur misst af leikjum með Leuven.

Þorsteinn velur ekki annan framherja heldur leikmann sem spilar vanalega mun aftar á vellinum. Áslaug Munda er þó mjög fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður.

Áslaug Munda stundar nám í Harvard skóla í Bandaríkjunum en spilar hér heima með Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×