Sport

Vand­ræða­leg sam­skipti við dómarann í fyrsta leiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill, Big Baby, Birgisson mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöldi.
Egill, Big Baby, Birgisson mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöldi.

Egill Birgisson hefur unnið við þáttinn Körfuboltakvöld frá upphafi þáttarins. Til að byrja með stýrði hann allri grafík sem birtist í þáttunum en fljótlega var hann farinn að klippa efni í þættina.

Egill gengur undir nafninu Big Baby og þekkja flestallir aðdáendur þáttanna það nafn. Egill er ekki lítill, þvert á móti þá er hann vel yfir tvo metra og því ekki barn. Big Baby er DJ-nafn Egils en hann þeytir skífum einnig í hjáverkum.

Egill var gestir í Körfuboltakvöld Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann sagði þá skemmtilega sögu frá því þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. 

Hann ungur og eðlilega mjög stressaður. Kristinn Óskarsson dómari leiksins bað hann vinsamlegast um að girða sig fyrir leik gegn Snæfellingum árið 2009. Egill misheyrði og hélt að hann væri að biðja hann um að kynna sig. Úr varð vandræðalegt augnablik eins og heyra má hér að neðan.

Klippa: Vandræðaleg samskipti við dómarann í fyrsta leiknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×