Brittany var mætt með börnunum sínum Sterling og Bronze sem eru tveggja og þriggja ára gömul en hjónin eiga sömuleiðis ungabarn sem fékk nafnið Golden.
Demantshálsmenið var upphaflega hannað fyrir Met Gala, stærsta tískukvöld ársins á Metropolitan safni New York, og inniheldur alls kyns eðalsteina og demanta. Samkvæmt E News kostar hálsmenið 73.000 dollara sem jafngildir rúmum 10,4 milljónum íslenskra króna.
Þá rokkaði Brittany sömuleiðis hvítt sérhannað sett eftir Raquelle Pedraza. Hægri skálminni var svo sérmerkt Chiefs.

Það hefur með sanni margt breyst í lífi Brittany frá því hún eyddi sumri í Mosfellsbæ árið 2017 og spilaði fótbolta með Aftureldingu með þá kærasta sínum Patrick Mahomes. Þau eru gift í dag en hann er nú einn launahæsti og besti leikmaður NFL-deildarinnar. Hjónin eru bæði fædd árið 1995.