Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 08:01 Leikmenn Adana Demirspor gengu allir af velli í Istanbúl í gær til að mótmæla dómgæslunni. Getty Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Galatasaray komst yfir í leiknum á 12. mínútu þegar Alvaro Morata skoraði úr vítaspyrnu, gegn botnliði Adana Demirspor. Leikurinn hélt svo áfram þar til að þjálfari Adana Demirspor, Mustafa Alper Avci, kallaði á leikmenn sína og eftir stuttar samræður gengu þeir allir af vellinum og til búningsklefa. Dómarinn fór svo af vellinum og í kjölfarið var tilkynnt að leikurinn hefði verið blásinn af. Varaformaður Adana Demirspor, Metin Korkmaz, sagði að ákvörðunin um að yfirgefa völlinn hefði verið til að mótmæla dómgæslunni, og að ákvörðunin hefði verið tekin af forsetanum Murat Sancak, sem í sjónvarpsviðtali daginn fyrir leik sagðist „vona að dómarinn reyni ekki að vera sætur fyrir Galatasaray“. Sancak staðfesti sjálfur að vítaspyrnudómurinn hefði verið aðalástæðan fyrir því að hann sagði leikmönnum að yfirgefa völlinn. Ákvörðunin hefði ekkert haft með lið Galatasaray að gera. „Það voru 99% líkur á því að við myndum tapa í dag hvort sem er,“ sagði Sancak. Það er nú í höndum tyrkneska knattspyrnusambandsins að ákveða hverjar afleiðingarnar verða en Okan Buruk, stjóra Galatasaray, var ekki skemmt: „Mér finnst þetta ekki léttvæg ákvörðun. Þetta stórskaðar tyrkneskan fótbolta. Mér þykir fyrir þessu. Það er alltaf verið að gera eitthvað svona sem lætur tyrkneskan fótbolta líta illa út,“ sagði Buruk. Tyrkneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Galatasaray komst yfir í leiknum á 12. mínútu þegar Alvaro Morata skoraði úr vítaspyrnu, gegn botnliði Adana Demirspor. Leikurinn hélt svo áfram þar til að þjálfari Adana Demirspor, Mustafa Alper Avci, kallaði á leikmenn sína og eftir stuttar samræður gengu þeir allir af vellinum og til búningsklefa. Dómarinn fór svo af vellinum og í kjölfarið var tilkynnt að leikurinn hefði verið blásinn af. Varaformaður Adana Demirspor, Metin Korkmaz, sagði að ákvörðunin um að yfirgefa völlinn hefði verið til að mótmæla dómgæslunni, og að ákvörðunin hefði verið tekin af forsetanum Murat Sancak, sem í sjónvarpsviðtali daginn fyrir leik sagðist „vona að dómarinn reyni ekki að vera sætur fyrir Galatasaray“. Sancak staðfesti sjálfur að vítaspyrnudómurinn hefði verið aðalástæðan fyrir því að hann sagði leikmönnum að yfirgefa völlinn. Ákvörðunin hefði ekkert haft með lið Galatasaray að gera. „Það voru 99% líkur á því að við myndum tapa í dag hvort sem er,“ sagði Sancak. Það er nú í höndum tyrkneska knattspyrnusambandsins að ákveða hverjar afleiðingarnar verða en Okan Buruk, stjóra Galatasaray, var ekki skemmt: „Mér finnst þetta ekki léttvæg ákvörðun. Þetta stórskaðar tyrkneskan fótbolta. Mér þykir fyrir þessu. Það er alltaf verið að gera eitthvað svona sem lætur tyrkneskan fótbolta líta illa út,“ sagði Buruk.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira