Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 18:32 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð
Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira