Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Vísir/Viktor Freyr Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. „Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira