Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag 8. febrúar 2025 22:00 Jude Bellingham og Giuliano Simoene í baráttu um boltann í leik kvöldsins. Burak Akbulut/Anadolu via Getty Images Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn 1-1 í nágrannaslag í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu stigi munar milli liðanna tveggja í toppsætunum. Atlético var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna eftir rétt rúman hálftíma. Markið var verðskuldað en fékkst með furðulegum hætti, Atlético fékk gefins vítaspyrnu eftir að varnarmaður Real rétt steig á sóknarmann sem var búinn að missa boltanum. Engu að síður steig Julian Alvarez á punktinn, ískaldur og vippaði boltanum á mitt markið. Kylian Mbappé jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Rodrygo, sem gaf reyndar á Jude Bellingham en hann hitti boltann illa í skotinu og Mbappé hirti afganginn. Kylian Mbappé setti jöfnunarmarkið fyrir heimamenn. Angel Martinez/Getty Images Real spilaði eins og allt annað lið í seinni hálfleik en tókst ekki, þrátt fyrir stóraukna ákefð og mun líflegri sóknarleik, að setja sigurmarkið. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig hvert. Real er í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og Atlético sæti neðar með 49 stig þegar 23 umferðir hafa verið spilaðar. Spænski boltinn
Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn 1-1 í nágrannaslag í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu stigi munar milli liðanna tveggja í toppsætunum. Atlético var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna eftir rétt rúman hálftíma. Markið var verðskuldað en fékkst með furðulegum hætti, Atlético fékk gefins vítaspyrnu eftir að varnarmaður Real rétt steig á sóknarmann sem var búinn að missa boltanum. Engu að síður steig Julian Alvarez á punktinn, ískaldur og vippaði boltanum á mitt markið. Kylian Mbappé jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Rodrygo, sem gaf reyndar á Jude Bellingham en hann hitti boltann illa í skotinu og Mbappé hirti afganginn. Kylian Mbappé setti jöfnunarmarkið fyrir heimamenn. Angel Martinez/Getty Images Real spilaði eins og allt annað lið í seinni hálfleik en tókst ekki, þrátt fyrir stóraukna ákefð og mun líflegri sóknarleik, að setja sigurmarkið. Liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig hvert. Real er í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og Atlético sæti neðar með 49 stig þegar 23 umferðir hafa verið spilaðar.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn