Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 14:22 Alls urðu 1355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum. RARIK Aðgerðum RARIK vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga er að mestu lokið. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar segir jafnframt að vindálag, selta og eldingar hafi herjað á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu. Óveðrið mun hafa haft mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið var um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Greint er frá því að viðskiptavinir hafi verið ötulir við að hringja inn vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu, en einnig hafi orðið einhverjar fokskemmdir á spennistöðvum og öðrum slíkum mannvirkjum. Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins, segir í tilkynningu RARIK. Hér er yfirlit yfir stöðu helstu truflana sem urðu á rafmagnsafhendingu í dreifikerfi RARIK: Helgafellssveit – Rafmagnstruflanir hófust á miðvikudaginn kl. 14:00 en þá tókst að koma rafmagni á aftur stuttu síðar. Rafmagnið fór aftur af kl. 23:00 sama dag og tókst að koma því á aftur að hluta en rafmagnslaust var áfram í Kolgrafarfirði til rúmlega 17:00 á fimmtudag. Skógarströnd/Álftafjörður – Rafmagn fór af á Skógarströnd og í Álftafirði kl. 16:08 á miðvikudaginn. Bilunin fannst í Álftafirði og voru flestir viðskiptavinir komnir með rafmagn kl. 10:35 á fimmtudegi. Varavél var tengd við einn viðskiptavin kl. 23:20 þar til hægt er að fara í viðgerð. Mýrar – Rafmagn fór af á Mýrum kl. 17:58 á miðvikudaginn. Um fjölda bilana var að ræða á línum og tóku bilanaleitir og viðgerðir langan tíma. Klukkan 18:51 á fimmtudag var rafmagn komið á hjá öllum viðskiptavinum okkar á svæðinu. Landbrot – Rafmagnslaust varð í Landbroti á miðvikudag kl. 18:42 og tókst að koma rafmagni þar á aftur aðfaranótt fimmtudags kl. 01:30. Skemmdir voru þó á línunni og farið var í endanlega viðgerð á fimmtudagskvöld. Því þurfti að taka rafmagn af hjá nokkrum viðskiptavinum á svæðinu frá kl. 19-20:30 í gærkvöldi. Selvogur – Rafmagnslaust varð kl. 19:11 á miðvikudag og tókst að koma rafmagni þar á kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags. Stíflisdalur í Kjós – Rafmagnslaust varð í Stíflisdal kl. 18:55 á miðvikudag. Flestir viðskiptavinir okkar voru komnir með rafmagn kl. 10:20 á fimmtudag. Einn viðskiptavinur okkar var þó án rafmagns til kl. 19:20 á fimmtudagskvöld. Vestur-Landeyjar – Rafmagnslaust varð á þessu svæði um kl. 10:00 á fimmtudag. Þar tókst að koma rafmagni aftur á en hluti svæðisins var rafmagnslaus til kl. 16:20 sama dag. Haukadalur í Dalabyggð– Tilkynning barst um rafmagnsleysi í Haukadal um kl. 23:30 á miðvikudag. Allir nema einn viðskiptavinur voru komnir með rafmagn kl. 02:15 á aðfaranótt fimmtudags en um kl. 21:00 í gærkvöldi var rafmagn komið til allra. Reyðarfjörður– Í sunnanverðum Reyðarfirði (frá Kolmúla að Berunesi) varð rafmagnslaust um kl. 9:10 á fimmtudagsmorgun. Þegar verið var að leita að bilun fór rafmagn einnig af austanverðum Fáskrúðsfirði, út að Vattarnesvita, í stuttan tíma. Allir viðskiptavinir voru komnir með rafmagn um kl. 20 á fimmtudagskvöld. Brattholt að Keldnaholti (Flói) – Taka þurfti rafmagn af kl. 10:45 á fimmtudag vegna þess að lína lá á veginum. Þessari aðgerð var lokið og rafmagn komið aftur á kl. 15:56 sama dag. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjarskipti Rafmagn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Þar segir jafnframt að vindálag, selta og eldingar hafi herjað á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu. Óveðrið mun hafa haft mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið var um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Greint er frá því að viðskiptavinir hafi verið ötulir við að hringja inn vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu, en einnig hafi orðið einhverjar fokskemmdir á spennistöðvum og öðrum slíkum mannvirkjum. Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins, segir í tilkynningu RARIK. Hér er yfirlit yfir stöðu helstu truflana sem urðu á rafmagnsafhendingu í dreifikerfi RARIK: Helgafellssveit – Rafmagnstruflanir hófust á miðvikudaginn kl. 14:00 en þá tókst að koma rafmagni á aftur stuttu síðar. Rafmagnið fór aftur af kl. 23:00 sama dag og tókst að koma því á aftur að hluta en rafmagnslaust var áfram í Kolgrafarfirði til rúmlega 17:00 á fimmtudag. Skógarströnd/Álftafjörður – Rafmagn fór af á Skógarströnd og í Álftafirði kl. 16:08 á miðvikudaginn. Bilunin fannst í Álftafirði og voru flestir viðskiptavinir komnir með rafmagn kl. 10:35 á fimmtudegi. Varavél var tengd við einn viðskiptavin kl. 23:20 þar til hægt er að fara í viðgerð. Mýrar – Rafmagn fór af á Mýrum kl. 17:58 á miðvikudaginn. Um fjölda bilana var að ræða á línum og tóku bilanaleitir og viðgerðir langan tíma. Klukkan 18:51 á fimmtudag var rafmagn komið á hjá öllum viðskiptavinum okkar á svæðinu. Landbrot – Rafmagnslaust varð í Landbroti á miðvikudag kl. 18:42 og tókst að koma rafmagni þar á aftur aðfaranótt fimmtudags kl. 01:30. Skemmdir voru þó á línunni og farið var í endanlega viðgerð á fimmtudagskvöld. Því þurfti að taka rafmagn af hjá nokkrum viðskiptavinum á svæðinu frá kl. 19-20:30 í gærkvöldi. Selvogur – Rafmagnslaust varð kl. 19:11 á miðvikudag og tókst að koma rafmagni þar á kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags. Stíflisdalur í Kjós – Rafmagnslaust varð í Stíflisdal kl. 18:55 á miðvikudag. Flestir viðskiptavinir okkar voru komnir með rafmagn kl. 10:20 á fimmtudag. Einn viðskiptavinur okkar var þó án rafmagns til kl. 19:20 á fimmtudagskvöld. Vestur-Landeyjar – Rafmagnslaust varð á þessu svæði um kl. 10:00 á fimmtudag. Þar tókst að koma rafmagni aftur á en hluti svæðisins var rafmagnslaus til kl. 16:20 sama dag. Haukadalur í Dalabyggð– Tilkynning barst um rafmagnsleysi í Haukadal um kl. 23:30 á miðvikudag. Allir nema einn viðskiptavinur voru komnir með rafmagn kl. 02:15 á aðfaranótt fimmtudags en um kl. 21:00 í gærkvöldi var rafmagn komið til allra. Reyðarfjörður– Í sunnanverðum Reyðarfirði (frá Kolmúla að Berunesi) varð rafmagnslaust um kl. 9:10 á fimmtudagsmorgun. Þegar verið var að leita að bilun fór rafmagn einnig af austanverðum Fáskrúðsfirði, út að Vattarnesvita, í stuttan tíma. Allir viðskiptavinir voru komnir með rafmagn um kl. 20 á fimmtudagskvöld. Brattholt að Keldnaholti (Flói) – Taka þurfti rafmagn af kl. 10:45 á fimmtudag vegna þess að lína lá á veginum. Þessari aðgerð var lokið og rafmagn komið aftur á kl. 15:56 sama dag.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjarskipti Rafmagn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira