Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Arnar Gunnlaugsson fær ekki að taka fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari á Íslandi heldur verður það í Murcia á Spáni. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Vísir/Anton/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira