Svona var blaðamannafundur KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins sem er á meðal bestu þjóða Evrópu eins og staða liðsins í A-deild Þjóðadeildar sýnir. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57