Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2025 23:00 Neymar liggur sárþjáður í jörðinni í fyrsta leik sínum með Santos. Getty/Alexandre Schneider Neymar lék sinn fyrsta leik með brasilíska félaginu Santos í gær en hann snéri á dögunum aftur til uppeldisfélagsins. Neymar kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-1 jafntefli Santos á móti Botafogo. Santos var yfir í leiknum þegar Neymar mætti á svæðið en fékk á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum. „Ég elska Santos og finn engin orð til að lýsa því hvernig mér leið þegar ég steig inn á völlinn,“ sagði Neymar eftir leikinn en þetta var fyrsti leikur hans i Santos búningnum í tólf ár. Tilfinningar flæddu út um allan völl og alla stúku þegar blóðheitir Brassar sá hetjuna sína spila aftur fyrir Santos. Neymar hefur átt mjög erfið ár síðan að hann samdi við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann fékk þar risasamning en sleit krossband eftir aðeins nokkra leiki. Hann meiddist síðan aftur þegar hann sneri til baka og endanum sömdu hann og félagið um starfslok sex mánuðum áður en samningurinn átti að renna út. Neymar var valinn maður leiksins í fyrsta leiknum með Santos og eftir leikinn vildu bæði samherjar og mótherjar fá mynd af sér með honum. Hann er samt ekki kominn í sitt besta líkamlega form. „Ég þarf að fá mínútur og er ekki hundrað prósent. Ég bjóst ekki við því að hlaupa svona mikið og vera svona mikið með boltann í kvöld. Ég held að ég verð orðinn miklu betri eftir fjóra eða fimm leiki,“ sagði Neymar sem hélt upp á 33 ára afmælið sitt á miðvikudagskvöldið. Það vakti þó athygli að fyrsta snerting hans við boltann var á mjög viðkvæman stað eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Brasilía Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Neymar kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-1 jafntefli Santos á móti Botafogo. Santos var yfir í leiknum þegar Neymar mætti á svæðið en fékk á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum. „Ég elska Santos og finn engin orð til að lýsa því hvernig mér leið þegar ég steig inn á völlinn,“ sagði Neymar eftir leikinn en þetta var fyrsti leikur hans i Santos búningnum í tólf ár. Tilfinningar flæddu út um allan völl og alla stúku þegar blóðheitir Brassar sá hetjuna sína spila aftur fyrir Santos. Neymar hefur átt mjög erfið ár síðan að hann samdi við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann fékk þar risasamning en sleit krossband eftir aðeins nokkra leiki. Hann meiddist síðan aftur þegar hann sneri til baka og endanum sömdu hann og félagið um starfslok sex mánuðum áður en samningurinn átti að renna út. Neymar var valinn maður leiksins í fyrsta leiknum með Santos og eftir leikinn vildu bæði samherjar og mótherjar fá mynd af sér með honum. Hann er samt ekki kominn í sitt besta líkamlega form. „Ég þarf að fá mínútur og er ekki hundrað prósent. Ég bjóst ekki við því að hlaupa svona mikið og vera svona mikið með boltann í kvöld. Ég held að ég verð orðinn miklu betri eftir fjóra eða fimm leiki,“ sagði Neymar sem hélt upp á 33 ára afmælið sitt á miðvikudagskvöldið. Það vakti þó athygli að fyrsta snerting hans við boltann var á mjög viðkvæman stað eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Brasilía Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira