Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 11:07 Mannanafnanefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í málinu. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að eiginnafnið Kanína verði fært í mannanafnaskrá. Nefndin telur að nafnið gæti orðið nafnbera til ama og segir því nei. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32