Innlent

Fjöldi vega á óvissu­stigi vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Hellisheiðin verður svo á óvissustigi frá hádegi vegna slæmrar veðurspár.
Hellisheiðin verður svo á óvissustigi frá hádegi vegna slæmrar veðurspár. Vísir/Vilhelm

Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega.

Hellisheiðin verður svo á óvissustigi frá hádegi vegna slæmrar veðurspár og sömu sögu er að segja af Reykjanesbraut og Mosfellsheiði en þar tekur óvissustig gildi klukkan eitt. Þetta þýðir að þar gæti lokað með skömmum fyrirvara.

Hálka og hálkublettir eru víða á öðrum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og Bláfjallavegi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er einnig víða þungfært og vegir á óvissustigi og á Norðurlandi er lokað um Öxnadalsheiði vegna veðurs.

Á Norðausturlandi eru vegir um Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi á óvissustigi frá klukkan 15 og gætu þeir því lokað með skömmum fyrirvara.


Tengdar fréttir

Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×