Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Þið eruð klikkuð, sagði Dagur Sigurðsson uppi á sviði í beinni útsendingu RTL í gær. Skjáskot/RTL Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta. „Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30