Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 19:07 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segist ekki hafa upplifað nauðsynlegan samningsvilja meðal kennara um helgina. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent