Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Magnús Þór Jónsson segir að viðbótarkrafa um smá launahækkun á næsta ári hafi staðið í samninganefnd hins opinbera. Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin formleg aukakröfugerð hafi borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Vísir/Hjalti Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira