Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður ríkisstjórnarflokksins Siumut. Vísir/Samsett Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“ Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“
Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira