Heaven skrifaði í gær undir fjögurra og hálfs árs samning við United eftir að hafa hafnað nýju samningstilboði frá Arsenal.
Hann hefur verið hluti af unglingastarfi Arsenal frá því að hann var 13 ára gamall og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í október á síðasta ári þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri liðsins gegn Preston í enska deildarbikarnum.
Manchester United is delighted to announce the signing of Ayden Heaven 🤝#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) February 1, 2025
Heaven er annar unglingurinn sem Manchester United kaupir af Arsenal á jafn mörgum árum. Í fyrra var mikið fjaðrafok í kringum það þegar hinn sextán ára gamli framherji Chido Obi-Martin fór yfir til United. Nú hefur félagið gengið frá kaupum á miðverðinum Heaven.