Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 10:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026. Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05