Ný vörulína ber heitið „Friends Forever & Family Time“ eða Vinir að eilífu og Fjölskyldustund, og minnir okkur á hversu dýrmætur tíminn er með ástvinum og okkar nánustu. Vörulínan inniheldur meðal annars; krúsir, diska, skálar og vefnaðarvöru og verður fáanleg í verslunum helstu söluaðila Moomin á komandi dögum.
Vörur í línunni eru merktar sérstökum Moomin 80 stimpli á botninum sem einkennir þær sem sérstaka viðhafnarútgáfu, sem gera vörulínuna að einstakri safnvöru.

Aftur til æskunnar
Vinir að eilífu línan sýnir einstaka vináttu Múmínsnáðans, Snúðs og Míu litlu. Myndskreytingarnar kalla fram dýrmætar æskuminningar með trjáklifri og ævintýraleit með æskuvinum.
Myndskreytingarnar eru innblásnar af myndasögunni Samviskusami Múmínálfurinn frá árinu 1958 þar sem Múmínálfarnir reyna að lifa af hugsjón en uppgötva að lokum að sönn lífsgleði felst í því að fylgja hjartanu og njóta dýrmætra stunda með fjölskyldu og vinum.

Fjölskyldustundir Múmínálfanna
Línan Fjölskyldustund beinir kastljósinu að Múmínfjölskyldunni og sýnir þá skilyrðislausu ást sem ríkir þeirra á milli og gleðina sem samvera veitir þeim. Línan inniheldur krús, sængurföt og handklæði ásamt diskum, skálum og bökkum með myndskreytingum í stíl. Einkennislitir línunnar eru hlýr gulur litur með bleikum tónum.

Öllum er boðið í afmæli Múmínfjölskyldunnar
Moomin Arabia fagnar 80 ára afmæli Múmínálfanna í ár, en fyrsta sagan var gefin út árið 1945. Von er á fleiri sérstökum viðhafnarútgáfum út árið sem eru vísar til að gleðja Múmínunnendur um allan heim.
