Umferð um brautina gangi hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 12:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum. Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Reykjanesbrautinni var lokað við Fitjar í átt að Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem tveir stórir flutningabílar lokuðu veginum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir lögreglu hafa staðið í stórræðum í morgun. „Tryggja lokanir og ræsa út björgunarsveitir og flutningsaðila til þess að aðstoða við að koma þessum stóru bílum inn á veginn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ökumenn aki ógætilega Nokkur fjöldi bíla hafi hafnað utan vegar frá því í morgun, en engin slys orðið á fólki. „Ég var nú á ferðinni á brautinni rétt fyrir sjö í morgun. Ég taldi í það minnsta fimm fólksbíla sem höfðu keyrt út af. Við þurfum að hafa það í huga að ökumenn, margir hverjir, haga ekki akstri eftir aðstæðum. Það er auðvitað vandamál.“ Aðstæður á brautinni séu erfiðar sem stendur. „Brautin er opin en umferðin gengur hægt. Það er hált og skafrenningur, þannig að umferðin gengur hægt,“ segir Úlfar. Lögregla sé þó áfram í viðbragðsstöðu. Viðvaranir víða að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á nokkrum vegum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestanvert landið, en appelsínugular á Breiðafirði, Suðausturlandi og á Miðhálendinu, sem taka gildi á hádegi á morgun. Landhelgisgæsla Íslands varar þá við stórstreymi á morgun, en gera má ráð fyrir því að áhlaðandi vegna ölduhæðar og lækkandi loftþrýstings aukið sjávarhæð um fram það sem sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Veður Færð á vegum Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40 Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði. 30. janúar 2025 11:40
Búið að opna Reykjanesbraut á ný Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik. Loka þurfti brautinni í átt til Reykjavíkur vegna gámabíls sem þveraði veginn. Betra færi er á brautinni en í morgun. 30. janúar 2025 10:52