Gómuðu leðurblökuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 18:21 Leðurblakan var numin á brott með stórum háfi. Dýraþjónusta Reykjavíkur/Tiktok Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð. Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42