Joao Simoes er bara átján ára gamall og hefur verið að koma aðeins við sögu hjá Sporting Lissabon í vetur.
Honum hafði hins vegar ekki tekist að skora mark fyrr en um helgina.
Simoes kom þá inn á sem varamaður í leik Sporting á móti CD Nacional. bSimoes fékk ekki langan tíma því hann var settur inn á 89. mínútu. Mínútu síðar hafði hann hins vegar innsiglað 2-0 sigur Sporting.
Svo miklar voru tilfinningarnar hjá stráknum eftir markið að hann fór að gráta.
„Þetta er draumurinn minn en þetta er líka draumur allra strákanna í akademíunni sem eru í burtu frá foreldrum sínum og dreymir um að spila á þessum fallega leikvangi,“ sagði Joao Simoes.
„Ég sá það aldrei fyrir að ég myndi skora hér í kvöld eða svona snemma. Þegar boltinn fór í markið þá hugsaði ég um mömmu og pabba. Ég tileinka þeim þetta mark en einnig allri fjölskyldunni minni,“ sagði Simoes.