Engin leit í gangi að leðurblökunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 11:42 Leðurblakan flaug um Laugarnesið í gær. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51