Innlent

Leður­blaka flögrar um Hlíðarnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Leðurblaka flögrar nú um Reykjavík og hefur hvorki lögreglu né dýraþjónustu Reykjavíkur tekist að hafa hendur í hári hennar.
Leðurblaka flögrar nú um Reykjavík og hefur hvorki lögreglu né dýraþjónustu Reykjavíkur tekist að hafa hendur í hári hennar.

Lög­reglu barst tilkynning um leður­blöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar um verkefni dagsins frá því í morgun til klukkan 17.

Þar segir að þegar lögregla skoðaði myndefni á vettvangi hafi verið staðfest að um leður­blöku væri að ræða. Leðurblakan var flogin á brott en dýraþjónustunni var gert viðvart um spendýrið.

Leðurblökur eru ekki algengar á Íslandi en berast þó stundum til landsins. Aðeins tvö ár eru síðan leðurblaka birtist á svölum pars í Kópavogi. Hér fyrir neðan má sjá myndband af óvænta gestinum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×