Gengst við því að hafa gert mistök Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2025 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson var niðurlútur eftir slæmt tap gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira