Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2025 11:37 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Sparnaðartillögur FA eru grjótharðar en þeir þar telja rekstur hins opinbera vera við að sporðreisast. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu. Javier Milei, Donald Trump, einhver? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hlær við spurningunni. En sá hlátur er hás því undir er sótsvartur veruleikinn – rekstur hins opinbera er við að sporðreisast. Telur Ólafur að tillögur FA muni einhvern tíma verða að veruleika? „Ef stjórnvöldum er alvara með að vilja spara og hagræða í ríkisrekstrinum verða þau að taka mark á tillögum sem búa til sparnað til lengri tíma, til dæmis um að auka sveigjanleika í ríkisrekstrinum með breytingum á starfsmannalögunum og að létta og einfalda opinbert eftirlit. Eftirlitið er ekki bara að sliga fyrirtækin, heldur ríkið líka,“ segir Ólafur. Þurfi einfaldlega að hætta þessari skammarlegri spillingu Óhætt er að segja að fólk hafi tekið við sér þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra auglýsti eftir sparnaðarráðum fyrir ríkið. Þarna var greinilega þörf og það er fullyrt hér að viðbrögðin hafi komið forsætisráðherra í opna skjöldu. Í gær var lokað fyrir gáttina og niðurstaðan er 3.974 ráð, misvel útfærð en víst er að flestum sem sendu inn hugmyndir er full alvara. Eins og Vísir greindi frá í gær er búið að skipa fjögurra manna starfshóp sem ætlað er að vinna úr tillögunum. Í tillögu FA er til að mynda vitnað til skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unninn var fyrir FA 2023 sem sýnir að opinberum starfsmönnum hafi á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega tuttugu prósent á sama tíma og fólki á vinnumarkaði fjölgaði um þrjú prósent. Umfang hins opinbera á vinnumarkaði er með því mesta sem þekkist innan OECD og fjölgunin mest í opinberri stjórnsýslu eða 60 prósent á sex árum. Þá kemur fram að launamunur milli hins opinbera og vinnumarkaðar er horfinn. Á sama tíma njóti opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram almennt launafólk svo sem styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært til lengdar og algerlega firrt? Ólafur tekur undir það: „Það þarf einfaldlega að stinga á kýlum og hætta skammarlegri spillingu eins og að ríkisstarfsmenn geti notað flugvildarpunkta í eigin þágu. Og að „smekklegum“ ríkisforstjórum verði gert skiljanlegt að þeir geti ekki mublerað stofnanirnar sínar í dýrustu hönnunarbúðum landsins,“ segir Ólafur. Kerfið sjálft sé vandinn í hnotskurn Eins og áður sagði eru tillögur FA viðamiklar. Þar er til að mynda fjallað um verðstefnu í lyfjamálum. Árum saman hefur FA bent heilbrigðisráðuneytinu á að sú stefna sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu sem er að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðist við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum við meðalverð á Norðurlöndum, nema veltuminnstu lyfjum. „Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða,“ segir í tillögunum. Og þar er haldið áfram því loks bætist við kostnaður vegna „krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslensku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði,“ segir í tillögunum svo dæmi sé tekið. Tillögur FA eru ágætt dæmi um að það verður í nógu að snúast fyrir nýjan starfshóp, að vinna úr tillögunum. Þær má finna í heild í meðfylgjandi skjali að neðan. Tengd skjöl Sparnaðartillögur_í_samráðsgátt_(1)PDF253KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Félagasamtök Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Javier Milei, Donald Trump, einhver? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hlær við spurningunni. En sá hlátur er hás því undir er sótsvartur veruleikinn – rekstur hins opinbera er við að sporðreisast. Telur Ólafur að tillögur FA muni einhvern tíma verða að veruleika? „Ef stjórnvöldum er alvara með að vilja spara og hagræða í ríkisrekstrinum verða þau að taka mark á tillögum sem búa til sparnað til lengri tíma, til dæmis um að auka sveigjanleika í ríkisrekstrinum með breytingum á starfsmannalögunum og að létta og einfalda opinbert eftirlit. Eftirlitið er ekki bara að sliga fyrirtækin, heldur ríkið líka,“ segir Ólafur. Þurfi einfaldlega að hætta þessari skammarlegri spillingu Óhætt er að segja að fólk hafi tekið við sér þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra auglýsti eftir sparnaðarráðum fyrir ríkið. Þarna var greinilega þörf og það er fullyrt hér að viðbrögðin hafi komið forsætisráðherra í opna skjöldu. Í gær var lokað fyrir gáttina og niðurstaðan er 3.974 ráð, misvel útfærð en víst er að flestum sem sendu inn hugmyndir er full alvara. Eins og Vísir greindi frá í gær er búið að skipa fjögurra manna starfshóp sem ætlað er að vinna úr tillögunum. Í tillögu FA er til að mynda vitnað til skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unninn var fyrir FA 2023 sem sýnir að opinberum starfsmönnum hafi á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega tuttugu prósent á sama tíma og fólki á vinnumarkaði fjölgaði um þrjú prósent. Umfang hins opinbera á vinnumarkaði er með því mesta sem þekkist innan OECD og fjölgunin mest í opinberri stjórnsýslu eða 60 prósent á sex árum. Þá kemur fram að launamunur milli hins opinbera og vinnumarkaðar er horfinn. Á sama tíma njóti opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram almennt launafólk svo sem styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært til lengdar og algerlega firrt? Ólafur tekur undir það: „Það þarf einfaldlega að stinga á kýlum og hætta skammarlegri spillingu eins og að ríkisstarfsmenn geti notað flugvildarpunkta í eigin þágu. Og að „smekklegum“ ríkisforstjórum verði gert skiljanlegt að þeir geti ekki mublerað stofnanirnar sínar í dýrustu hönnunarbúðum landsins,“ segir Ólafur. Kerfið sjálft sé vandinn í hnotskurn Eins og áður sagði eru tillögur FA viðamiklar. Þar er til að mynda fjallað um verðstefnu í lyfjamálum. Árum saman hefur FA bent heilbrigðisráðuneytinu á að sú stefna sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu sem er að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðist við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum við meðalverð á Norðurlöndum, nema veltuminnstu lyfjum. „Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða,“ segir í tillögunum. Og þar er haldið áfram því loks bætist við kostnaður vegna „krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslensku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði,“ segir í tillögunum svo dæmi sé tekið. Tillögur FA eru ágætt dæmi um að það verður í nógu að snúast fyrir nýjan starfshóp, að vinna úr tillögunum. Þær má finna í heild í meðfylgjandi skjali að neðan. Tengd skjöl Sparnaðartillögur_í_samráðsgátt_(1)PDF253KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Félagasamtök Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira