Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:10 Hér má sjá yfirlitsmynd af slysstað. RNSA Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn. Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn.
Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira