Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Íþróttadeild Vísis skrifar 26. janúar 2025 16:41 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið besti leikmaður Íslands á HM og einn besti leikmaður mótsins. vísir/vilhelm Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. Eftir vonbrigðin gegn Króötum á föstudaginn voru Íslendingar lengi í gang í leiknum í dag. En í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Ísland skoraði sex af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleik og svo fyrstu fjögur mörkin í þeim seinni og náði níu marka forskoti, 19-10. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði og á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 30-21. Það ræðst á eftir hvort þetta verður síðasti leikur Íslendinga á HM en okkar menn vonast eftir greiða frá annað hvort Grænhöfðeyingum eða Slóvenum til að komast í átta liða úrslit. Viktor Gísli Hallgrímsson átti enn einn stórleikinn í íslenska markinu og Óðinn Þór Ríkharðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson svöruðu fyrir slakan leik síðast. Allir leikmenn íslenska liðsins komu inn á í leiknum og flestir lögðu sitt af mörkum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Argentínu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (19 varin skot - 54:24 mín.) Hefur verið frábær á mótinu ef frá er talinn fyrri hálfleikurinn gegn Króatíu. Var sérstaklega mikilvægur í upphafi leiks þegar deyfð var yfir öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Varði þrettán skot í fyrri hálfleik (57 prósent!) og endaði með nítján varin skot (49 prósent) og skoraði auk þess eitt mark. Enn og aftur skein stjarna Viktors skært og hann er kominn í hóp allra bestu markvarða heims. Og er enn bara 24 ára. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4 mörk - 42:32 mín.) Var pottþéttur í leiknum og nýtti öll fjögur skotin sín. Hefur átt frábært mót og búinn að eigna sér stöðu vinstri hornamanns í landsliðinu. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 13:56 mín.) Eftir að hafa spilað vel á mótinu gengu hlutirnir ekki alveg upp hjá Aroni í dag. Byrjaði inn á en náði ekki að láta að sér kveða. Gaf þrjár stoðsendingar en skoraði ekki. Fór af velli eftir um stundarfjórðung og hvíldi það sem eftir var leiks. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 5:34 mín.) Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það engan veginn. Klikkaði á tveimur skotum, tapaði boltanum einu sinni og sóknarleikurinn var afar stirður meðan Haukur stýrði honum. Verður að gera betur þegar hann fær að spila. Hæfileikarnir eru til staðar en sjálfstraustið skortir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4/1 mörk - 18:40 mín.) Traust frammistaða hjá Viggó. Skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik en sat á bekknum allan seinni hálfleikinn. Hefur átt flott mót og verið sérstaklega svalur á vítalínunni. Teitur Örn Einarsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 43:53 mín.) Byrjaði nokkuð óvænt inn á í hægra horninu. Skaut í andlitið á Leonel Maciel, markverði Argentínu, í fyrsta færinu sínu en náði vopnum sínum eftir það. Skilaði þremur mörkum og ágætis frammistöðu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 29:08 mín.) Átti stóran þátt í að vörn Íslands var jafn þétt og hún hefur verið nær allt mótið. Tengdi vel við Elvar og svo Einar Þorstein og komst vel frá sínu. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 3 (0 mörk - 32:27 mín.) Sterkur í vörninni að vanda. Hefur átt prýðis gott mót. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (0 varin skot - 00:14 mín.) Kom nýrakaður inn á til að reyna að verja eitt vítakast. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (7/1 mörk - 42:26 mín.) Hefur ekki átt gott mót og sneri boltann framhjá úr fyrsta færinu sínu. En vann heldur betur á eftir það. Óðinn skoraði úr næstu sjö skotunum sínum og var markahæstur í íslenska liðinu. Það er svo gaman að horfa á Óðin þegar hann er í stuði og hlutirnir ganga upp hjá honum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 20:43 mín.) Átti erfitt uppdráttar í síðasta leik en það var hugur í Gísla í dag. Sóknarleikurinn lagaðist umtalsvert eftir að hann kom inn á. Skoraði fjögur mörk, þar af eitt með laglegu langskoti, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Flottur leikur hjá Gísla. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 24:27 mín.) Var kraftmikill og áræðinn, skoraði þrjú góð mörk, gaf þrjár stoðsendingar og stóð vörnina vel. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (2 mörk - 28:43 mín.) Fínn í vörninni en tapaði boltanum þrisvar sinnum í sókninni. Hefði þurft að smyrja puttana með tonnataki fyrir leikinn. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 4 (1 mark - 21:27 mín.) Átti flotta innkomu í miðja íslensku vörnina. Virkur og í góðum takti. Skoraði líka eitt mark. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (0 mörk - 14:36 mín.) Spilaði síðasta stundarfjórðunginn. Fékk engin færi en var flottur í vörninni. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 1 (0 mörk - 14:15 mín.) Áts. Agaleg innkoma hjá Þorsteini. Klikkaði á öllum þremur skotunum sínum og tapaði boltanum fjórum sinnum. Rosalega vondar mínútur hjá Þorsteini. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Það hefur eflaust ekki verið einfalt verk að koma íslenska liðinu aftur á fætur eftir föstudaginn. Og byrjunin var dauf. Enda var Snorri afar ósáttur og notaði útiröddina í leikhléi sem hann tók um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það gengu hlutirnir nokkuð smurt fyrir sig, Snorri nýtti hópinn vel og sigurinn var á endanum mjög öruggur. Nú er bara að bíða og vonast eftir slóvenskum greiða. Það yrði auðvitað blóðugt að missa af sæti í átta liða úrslitum þrátt fyrir að fá átta stig í milliriðli. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Sjá meira
Eftir vonbrigðin gegn Króötum á föstudaginn voru Íslendingar lengi í gang í leiknum í dag. En í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Ísland skoraði sex af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleik og svo fyrstu fjögur mörkin í þeim seinni og náði níu marka forskoti, 19-10. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði og á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 30-21. Það ræðst á eftir hvort þetta verður síðasti leikur Íslendinga á HM en okkar menn vonast eftir greiða frá annað hvort Grænhöfðeyingum eða Slóvenum til að komast í átta liða úrslit. Viktor Gísli Hallgrímsson átti enn einn stórleikinn í íslenska markinu og Óðinn Þór Ríkharðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson svöruðu fyrir slakan leik síðast. Allir leikmenn íslenska liðsins komu inn á í leiknum og flestir lögðu sitt af mörkum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Argentínu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (19 varin skot - 54:24 mín.) Hefur verið frábær á mótinu ef frá er talinn fyrri hálfleikurinn gegn Króatíu. Var sérstaklega mikilvægur í upphafi leiks þegar deyfð var yfir öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Varði þrettán skot í fyrri hálfleik (57 prósent!) og endaði með nítján varin skot (49 prósent) og skoraði auk þess eitt mark. Enn og aftur skein stjarna Viktors skært og hann er kominn í hóp allra bestu markvarða heims. Og er enn bara 24 ára. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (4 mörk - 42:32 mín.) Var pottþéttur í leiknum og nýtti öll fjögur skotin sín. Hefur átt frábært mót og búinn að eigna sér stöðu vinstri hornamanns í landsliðinu. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 13:56 mín.) Eftir að hafa spilað vel á mótinu gengu hlutirnir ekki alveg upp hjá Aroni í dag. Byrjaði inn á en náði ekki að láta að sér kveða. Gaf þrjár stoðsendingar en skoraði ekki. Fór af velli eftir um stundarfjórðung og hvíldi það sem eftir var leiks. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 5:34 mín.) Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það engan veginn. Klikkaði á tveimur skotum, tapaði boltanum einu sinni og sóknarleikurinn var afar stirður meðan Haukur stýrði honum. Verður að gera betur þegar hann fær að spila. Hæfileikarnir eru til staðar en sjálfstraustið skortir. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (4/1 mörk - 18:40 mín.) Traust frammistaða hjá Viggó. Skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik en sat á bekknum allan seinni hálfleikinn. Hefur átt flott mót og verið sérstaklega svalur á vítalínunni. Teitur Örn Einarsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 43:53 mín.) Byrjaði nokkuð óvænt inn á í hægra horninu. Skaut í andlitið á Leonel Maciel, markverði Argentínu, í fyrsta færinu sínu en náði vopnum sínum eftir það. Skilaði þremur mörkum og ágætis frammistöðu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 29:08 mín.) Átti stóran þátt í að vörn Íslands var jafn þétt og hún hefur verið nær allt mótið. Tengdi vel við Elvar og svo Einar Þorstein og komst vel frá sínu. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 3 (0 mörk - 32:27 mín.) Sterkur í vörninni að vanda. Hefur átt prýðis gott mót. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (0 varin skot - 00:14 mín.) Kom nýrakaður inn á til að reyna að verja eitt vítakast. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (7/1 mörk - 42:26 mín.) Hefur ekki átt gott mót og sneri boltann framhjá úr fyrsta færinu sínu. En vann heldur betur á eftir það. Óðinn skoraði úr næstu sjö skotunum sínum og var markahæstur í íslenska liðinu. Það er svo gaman að horfa á Óðin þegar hann er í stuði og hlutirnir ganga upp hjá honum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 20:43 mín.) Átti erfitt uppdráttar í síðasta leik en það var hugur í Gísla í dag. Sóknarleikurinn lagaðist umtalsvert eftir að hann kom inn á. Skoraði fjögur mörk, þar af eitt með laglegu langskoti, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Flottur leikur hjá Gísla. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 24:27 mín.) Var kraftmikill og áræðinn, skoraði þrjú góð mörk, gaf þrjár stoðsendingar og stóð vörnina vel. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (2 mörk - 28:43 mín.) Fínn í vörninni en tapaði boltanum þrisvar sinnum í sókninni. Hefði þurft að smyrja puttana með tonnataki fyrir leikinn. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 4 (1 mark - 21:27 mín.) Átti flotta innkomu í miðja íslensku vörnina. Virkur og í góðum takti. Skoraði líka eitt mark. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (0 mörk - 14:36 mín.) Spilaði síðasta stundarfjórðunginn. Fékk engin færi en var flottur í vörninni. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 1 (0 mörk - 14:15 mín.) Áts. Agaleg innkoma hjá Þorsteini. Klikkaði á öllum þremur skotunum sínum og tapaði boltanum fjórum sinnum. Rosalega vondar mínútur hjá Þorsteini. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Það hefur eflaust ekki verið einfalt verk að koma íslenska liðinu aftur á fætur eftir föstudaginn. Og byrjunin var dauf. Enda var Snorri afar ósáttur og notaði útiröddina í leikhléi sem hann tók um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það gengu hlutirnir nokkuð smurt fyrir sig, Snorri nýtti hópinn vel og sigurinn var á endanum mjög öruggur. Nú er bara að bíða og vonast eftir slóvenskum greiða. Það yrði auðvitað blóðugt að missa af sæti í átta liða úrslitum þrátt fyrir að fá átta stig í milliriðli. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Sjá meira
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28
Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti