Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2025 16:17 Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræðir yfirvovandi kennaraverkfall, hælisleitendur í JL húsinu, Græna vegginn í Breiðholti, Reykjavíkurflugvöll og fleira í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/RAX Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað. Þá væri önnur þjónusta í húsinu sem ekki fær vel með þjónustu við hælilsleitendur. „Stóra málið sem mér finnst eiginlega að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ segir Einar í Samtalinu. Borgarstjóri lýsti jafnframt áhyggjum vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða kennara. „Þetta er mjög grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Það er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir núna undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þá væri önnur þjónusta í húsinu sem ekki fær vel með þjónustu við hælilsleitendur. „Stóra málið sem mér finnst eiginlega að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ segir Einar í Samtalinu. Borgarstjóri lýsti jafnframt áhyggjum vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða kennara. „Þetta er mjög grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Það er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir núna undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“