KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 17:32 Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins. Hver veit nema að arftaki hans sé á meðal þeirra stráka, fæddir 2008 og 2009, sem boðaðir hafa verið á æfingar í varnarleik síðar í þessum mánuði? vísir/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað unga varnarmenn á sérstakar æfingar í lok þessa mánaðar, í von um að eignast enn betri varnarmenn þegar fram líða stundir. Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira