Trump verður forseti Bandaríkjanna þegar Bandaríkjamenn halda heimsmeistaramót karla í fótbolta með Kanada og Mexíkó sumarið 2026. Þetta verður í fyrsta sinn í 32 ár sem Bandaríkjamenn halda stærsta fótboltamót heims.
Infantino sagði frá því á samfélagsmiðlum að það væri mikill heiður fyrir sig að mæta á sigurhátíð Trump í Washington DC eins og hann orðaði það.
„Þvílíkur heiður og forréttindi fyrir mig að fá að mæta á innsetninguna sem og að Trump hafi minnst á mig í ræðu sinni,“ skrifaði Gianni Infantino, sem er ekki síður umdeildur eins og Trump.
Trump og Infantino eru góðir vinir en forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins kom þrisvar sinnum í heimsókn í Hvíta húsið þegar Trump var síðast forseti Bandaríkjanna.
Þeir voru báðir kosnir forsetar árið 2016. Infantino hefur haldið starfinu síðan en Trump er mættur á ný eftir fjögurra ára fjarveru.