„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 21:34 Snorri Steinn Guðjónsson var á tánum í kvöld, og greinilega búinn að undirbúa íslenska liðið frábærlega. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21