„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 21:34 Snorri Steinn Guðjónsson var á tánum í kvöld, og greinilega búinn að undirbúa íslenska liðið frábærlega. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21